Fara í efni

Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila verið virkjuð

Í ljósi þróunar jarðskjálfta á Reykjanesi hefur Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila verið virkjuð. Viðbragðsáætlunin miðar að því að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Í dag verður fundað Aðgerðarstjórn ferðaþjónustunnar (ASF) og framkvæmdahóp ferðaþjónustunnar (FHF). Þessi ráðstöfun er í samræmi við hraða þróun atburða síðasta sólarhring og verklagsreglur sem gert er ráð fyrir í núverandi viðbragðsáætlun.

Meginþættir áætlunarinnar eru að tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi, lágmarka áhrif á flutning ferðamanna til og frá Íslandi, tryggja upplýsingaflæði til og frá ferðaþjónustuaðilum til Samhæfingarstöðvar almannavarna, miðla upplýsingum til ferðamanna og lágmarka áhrif neyðarástands á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.

Auknar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga hafa orðið til þess að Grindavíkurbær hefur verið rýmdur í varúðarskyni til að tryggja öryggi íbúanna.

Á þessari stundu er ekki hægt að álykta hvenær gos gæti þróast eða nákvæmlega hvar það gæti komið upp á yfirborðið. Veðurstofa Íslands, almannavarnadeild og hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands fylgjast grannt með gangi mála og greina þróunina.

Ísland er ekki ókunnugt eldvirkni og hafa verið þrjú eldgos á Reykjanesskaga á síðustu tveimur árum. Íslensk stjórnvöld, jarðvísindafólk, almannavarnir, viðbragðsaðilar og almenningur eru viðbúin slíkum atburðum. Viðbúnaður á Íslandi við atburðum sem þessu með því besta sem gerist í heiminum.

Gestir á Íslandi eru hvattir til að fylgjast með fréttum til að fá frekari upplýsingar um þróunina.

Fyrir frekari upplýsingar:

www.vedur.is 
www.safetravel.is
www.visitreykjanes.is/en/volcano-eruption/eruption-news

Mynd af Grindavík: visitreykjanes.is