Fara í efni

Víðast fækkun gistinátta í nóvember

Fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári meiri en samanlögð fjölgun áranna 1999-2002
Fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári meiri en samanlögð fjölgun áranna 1999-2002

Hagstofan birti í dag bráðabirgðatölur yfir gistinætur og gestakomur á hótelum í nóvember á síðasta ári. Sé litið til sama mánaðar árið áður er um samdrátt að ræða í flestum landshlutum, minnst þó á Norðurlandi. Sem fyrr sker Suðurland sig úr með verulega fjölgun á milli ára, eða rúm 34%

Tölur fyrir Austurland ekki birtar
Nú fjórða mánuðinn í röð hafa skil á gistiskýrslum ekki verið nægjanleg fyrir Austurland. Hagstofan getur því hvorki birt tölur fyrir Austurland né heildartölur fyrir landið. Tölur annarra landsvæða eru birtar eins og vanalega.

Veruleg fækkun á höfuðborgarsvæðinu
Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í nóvembermánuði voru færri en árið 2001. Í nóvember síðastliðnum töldust gistinætur vera 33.765 en árið 2001 voru þær 40.166, sem telst um 16% fækkun á milli ára. Þennan samdrátt má að hluta til rekja til þess að Hótel Esja er nú lokað vegna framkvæmda og minnkar því gistirými á höfuðborgarsvæðinu um 106 herbergi og 212 rúm.

Lítil fækkun fyrir norðan
Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði gistinóttum samtals um tæp 16%. Þar voru gistinætur 3.177 í nóvember síðastliðnum en árið á undan voru þær 3.778. Þess má þó geta að gistirými á þessu svæði hefur minnkað milli á ára um 42 rúm. Gistinóttum á Norðurlandi vestra og eystra fækkaði um rúm 3% milli ára. Gistinæturnar voru 2.961 í nóvember árið 2001 en töldust 2.859 síðastliðinn nóvember. Á milli ára hefur hótelum á Norðurlandi fjölgað um eitt og rúmum um 105.

Enn fjölgar gistinóttum á Suðurlandi
Eins og flesta aðra mánuði ársins fjölgar gistinóttum á Suðurlandi. Þær voru 3.142 í nóvember 2001 en töldust 4.212 í nóvember sl., en það er aukning um rúm 34%. Fjölgunin á bæði við um íslenska og erlenda hótelgesti. Hagstofan tekur fram á bakvið þessar tölur standa nú 4 fleiri gististaðir en árið 2001 og 303 fleiri rúmum en þá var.

Talnaefni
Töflurnar hér á eftir eru á vef Hagstofunnar. Þær eru settar upp í Excel-skjölum og því þarf Excel að vera tiltækt á viðkomandi tölvu svo hægt sé að skoða þær.