Fara í efni

Vetrarferðamennska: Könnunarleiðangur til Finnlands

Íslandsstofa kannar áhuga á þátttöku í könnunarleiðangri til Norður-Finnlands (Lapplands) í byrjun febrúar 2013. Áður hefur verið farið í tvær samskonar ferðir sem heppnuðust einstaklega vel.

Markmið ferðarinnar er að þátttakendur kynnist finnskri ferðaþjónustu; fólki, fyrirtækjum, aðstæðum og uppbyggingu og taki með sér hugmyndir heim eða kveikju að nýrri nálgun á dagleg viðfangsefni.

Áætlað er að ferðin taki fimm daga. Farið verður til Rovianemi, Yllas og Levi, sem eru miðstöðvar vetrarferðaþjónustu í Finnlandi.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 9. nóvember nk.