Fara í efni

Vestnorden í Reykjavík að ári liðnu

Vestnorden 2011
Vestnorden 2011

Vestnorden ferðakaupstefnunni lauk í Þórshöfn í Færeyjum á miðvikudaginn og tókst hún með miklum ágætum. Vestnorden 2012 verður haldin í Reykjavík að ári liðnu, nánar tiltekið dagana 2.-3. október og þá í 27 sinn.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands, standa að Vestnorden. Er kaupstefnan haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Tæplega 120 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi kynntu að þessu sinni vöru sína og þjónustu fyrir kaupendum, ferðaheildsölum sem komu víða að.

Í tengslum við kaupstefnuna var einnig haldinn stjórnarfundur í NATA en Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fer nú með formennskuna. Meðal annars var gengið frá ráðningu á starfsmanni fyrir samtökin sem staðsettur verður í Færeyjum. NATA var einnig með kynningarbás á kaustefnunni þar sem hægt var að fræðast um starfsemi samtakanna og fá upplýsingar vegna umsókna um styrki frá NATA, sem nú hafa verið auglýstir. Sjá nánar um styrki frá NATA

Meðfylgjandi mynd var tekin á Vestnorden nú í vikunni en fleiri myndir má nálagast á vefslóðunum hér að neðan.

http://aktuelt.fo/myndafrasogn/vestnorden_travel_mart_2011_a_hlsi
http://aktuelt.fo/myndafrasogn/vestnorden_travel_mart_2011