Fara í efni

Vestnorden ferðakaupstefnan eftir sex vikur í Færeyjum

Vestnorden_logo
Vestnorden_logo

Hin árlega Vestnorden ferðakaupstefna sem nú verður haldin í 22. sinn hefst í Færeyjum 10. september næstkomandi.

Skráningarfrestur fyrir seljendur er liðinn og er ekki lengur pláss fyrir fleiri fyrirtæki á sýningarsvæðinu. 130 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru nú skráð og 227 starfsmenn þeirra munu kynna vöru og þjónustu fyrir kaupendum.

Lokafrestur fyrir skráningu kaupenda er í dag en nú eru 78 kaupendur skráðir frá 57 fyrirtækjum. Heimasíða Vestnorden 2007