Fara í efni

Vestfirðir fulltrúi Íslands í EDEN samkeppninni

Krossaneslaug
Krossaneslaug

Í byrjun mars óskaði Ferðamálastofa eftir umsóknum vegna fjórðu Evrópsku EDEN samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu (European Destination of Excellence). Tilkynnt var um valið á málþingi um Gæða- og umhverfismál í dag en útnefningin kom að þessu sinni í hlut áfangastaðarins Vestfjarða og verkefnisins Vatnavinir Vestfjarða.

Um EDEN verkefnið
Markmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Þema ársins 2010 var Sjálfbær ferðaþjónusta í vatns- og sjávartengdri ferðaþjónustu (Sustainable Aquatic Tourism).

Hefur verulegt markaðslegt gildi
Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn ?2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism?. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Day í Brussel 27. september 2010. Allir EDEN verðlaunahafar geta treyst á töluverða umfjöllun í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu.

Nýting á heitum laugum
Nokkrar áhugaverðar tillögur bárust sem farið var yfir af dómnefnd. Í rökstuðningi fyrir valinu eru raktir þeir mörgu áhugaverðu möguleikar sem náttúra Vestfjarða býður ferðafólki með sínu fjölbreytta fugla- og dýralífi. ?Á Vestfjörðum eru einnig  heitar laugar en finnast annarsstaðar á landinu. Það hafa Vatnavinir Vestfjarða lagt áherslu á, í metnaðarfullu og viðamiklu nýsköpunarverkefni sem gengur út á að nýta þessar fjölmörgu laugar og baðstaði  áfangastaðnum til framdráttar. Laugarnar hafa verið nýttar til heilsubótar í gegnum aldirnar og nú stendur til að byggja upp ?nútíma? miðstöðvar og heilsulindir í tengslum við þær og leitast þannig við að skapa félagslega og fjárhagslega arðsemi á Vestfjörðum til langs tíma,? segir orðrétt.

Stuðlar að félags- menningar- og umhverfislegri sjálfbærni
Þá segir einnig að verkefni Vatnavina stuðli að félags-, menningar- og umhverfislegri sjálfbærni þar sem heimamenn eru virkir þátttakendur á öllum stigum verkefnisins. Verkefnið byggir á vel útfærðri markaðsáætlun þar sem markhópar eru ítarlega skilgreindir sem og þær aðferðir sem aðstandendur verkefnisins ætla að byggja markaðssetninguna á. Verkefnið byggir jafnframt á vel framsettum, mælanlegum langtímamarkmiðum.

Myndin hér að ofan er frá Krossaneslaug en á myndinni að neðan eru Eden-verðlaunahafar ásamt Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra; Sveini Rúnari Traustasyni, umhverfisstjóra Ferðamálastofu og Sunnu Þórðardóttur, formanni dómnefndar.