Veruleg fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll það sem af er árinu

Veruleg fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll það sem af er árinu
Flugstöð

Í ágústmánuði síðastliðnum fóru 269.561 farþegi um Keflavíkurflugvöll og fjölgar þeim um 9,79% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum sem birtar voru í dag.

Veruleg fjölgun farþega hefur átt sér stað á þessu ári og nemur 10,3% frá áramótum. Farþegar fyrstu átta mánuði þessa árs voru rúmlega 1,4 milljónir samanborið við tæplega 1,3 milljónir frá janúar til ágúst 2005. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

 

Ágúst.06.

Frá áram.

Ágúst.05.

Frá áram.

Mán. % breyting

% br. frá ára

Héðan:

120.244

610.223

105.451

530.397

14,03%

15,05%

Hingað:

115.085

611.897

100.134

534.013

14,93%

14,58%

Áfram:

2.426

20.966

551

9.022

340,29%

132,39%

Skipti.

31.806

175.656

39.396

212.659

-19,27%

-17,40%

 

269.561

1.418.742

245.532

1.286.091

9,79%

10,31%


Athugasemdir