Fara í efni

Verkefnið "Heilsa og trú" hlýtur hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu

heilsa og trú
heilsa og trú

Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra afhenti í dag forsvarsmönnum „Heilsu og trúar“ hvatningarverðlaunin en verkefnið felst í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins er nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu.

Til hvatningarverðlauna í heilsuferðaþjónustu var stofnað að frumkvæði iðnaðarráðherra til að fylgja eftir stofnun samtaka um heilsu- og lífsstílstengda ferðaþjónustu.

Margar þjóðir hafa náð miklum árangri á þessu sviðið og fólk fer langan veg til að sækja sér slíka þjónustu og upplifanir. Áhuginn á heilbrigðum lífsstíl fer vaxandi og sífellt fleiri sameina áhuga sinn á heilsueflingu og ferðalögum. Erlendar rannsóknir benda þess til að ferðamönnum sem sameina þetta tvennt fjölgi um 18% á heimsvísu árlega og stór hluti þeirra er frá helstu markaðssvæðum Íslands.

Hér er því um að ræða mikilvægt sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu, ekki síst utan háannar.

Verkefnið „Heilsa og trú“ felst í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins er nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu. Um er að ræða 14 daga hreinsandi meðferð, kennslu á andlega sviðinu og leiðtogaþjálfun samhliða föstu.

Að verkefninu standa Heilsuhótel Íslands, dr. Haukur Ingi Jónasson, Icelandair, Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar, Nordic eMarketing og Team Works/David Jack.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Verkefnið er mjög vel útfært, hlutverk samstarfsaðila eru vel skilgreind, markhópur er skýrt afmarkaður og tilgreint með hvaða hætti fyrirhugað er að ná til markhópsins. Hér er um að ræða nýjan markhóp til Íslands, umsóknin var vönduð og vörurnar vel afmarkaðar sem og heilsuávinningur ferðarinnar“.

í þessum leiðangri okkar sem viljum sjá heilsu- og lífsstílsferðamennsku sem hornstein ferðaþjónustunnar hér á landi.