Fara í efni

Verðmerking og greiðslur í öðrum gjaldmiðlum

konamedhufu
konamedhufu

Eftir ábendingu frá Neytendasamtökunum er vert að árrétta þær reglur sem gilda um verðmerkingu vöru og þjónustu og greiðslur í öðrum gjaldmiðlum en íslenskum krónum.

Fyrirtæki geta vissulega boðið viðskiptavinum upp á að greiða með öðrum gjaldmiðli en krónum en það er að sjálfsögðu ólöglegt að neita að taka við krónum á Íslandi. Eins er bannað að verðmerkja í öðrum gjaldmiðlum nema að verð sé einnig gefið upp í íslenskum krónum.