Fara í efni

Verðmæt umfjöllun um Norðurland og Vestfirði í Condé Nast Taveler

Condé Nast Traveller
Condé Nast Traveller

Condé Nast Taveler er óumdeilanlega eitt virtasta og víðlesnasta ferðatímarita heims og oft nefnt drottning ferðatímaritanna. Í júlíhefti blaðsins er að þessu sinni afar falleg og vel skrifuð grein um Ísland og fjallar hún að mestu um Norðurland og Vestfirði.

Greinilegt er að blaðakonan, Sue Halpern, hefur orðið mjög snortin af náttúrufegurð landsins og lýsir hún m.a.Grímsey, Mývatnssveit, Húsavík, Skagafirði og Hornströndum ýtarlega og fer mörgum fögrum orðum um óspillta náttúrufegurð þessara staða, sem og annarra sem hún heimsótti. Fjöldi fallegra ljósmynda prýða greinina.

Landkynning að verðmæti 70 milljónir króna
Skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum lagði drögin að ferð blaðamannsins til landsins fyrir tveimur árum og þótt biðin eftir greininni sé ærið langur, þá má segja að hún hafi ríkulega borgað sig. ?Blaðið kemur út mánaðarlega í tæplega einni milljón eintaka, er jafnan um 150 síður og er skráð auglýsingaverð 5,5 miljónir króna per síðu. Greinin um Ísland er í heild sinni 13 síður og má þá áætla að bein verðmæti þessarar landkynningar sé um 70 miljónir króna,? segir Einar Gústavsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í New York.

Tengill í vefútgáfu greinarinnar er á vef Ferðamálastofu í Bandaríkjunum