Fara í efni

Verðlaun fyrir lokaverkefni

Loaverkefni
Loaverkefni

Rannsóknamiðstöð ferðamála, með fulltingi og stuðningi Samtaka ferðaþjónustunnar, veitti í gær í sjötta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi.

Verðlaunin voru afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar. Dómnefnd er skipuð stjórn og forstöðumanni RMF og niðurstaða hennar var að verðlaunin skyldi hljóta Áslaug Briem fyrir MS ritgerð sína frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, “Þjónustugæði í íslenskri ferðaþjónustu og áhrif mismunandi menningar á þjónustu". Á meðfylgjandi mynd er Áslaug með þeim Árna Gunnarssyni, formanni SAF, og Edward H. Huijbens, forstöðumanni RMF. Nánar má fræðast um efni ritgerðarinnar á vef Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.

Alls mat dómnefndin sex verkefni skólaársins 2010 sem afar góð og/eða mjög athygliverð. Hin fimm voru:

Ferðaþjónusta á netinu. Markaðssetningar og stefna íslenskra afþreyingarfyrirtækja í ferðaþjónustu á netinu, BS ritgerð Þórs Bærings Ólafsonar frá viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Vetrarferðamennska á Tröllaskaga. Möguleikar og mikilvægi, BS ritgerð Bryndísar Hrundar Brynjólfsdóttur við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ferðamálafræði.

„How do you like Iceland…now?” Ímynd erlendra ferðamanna á landi og þjóð  í kjölfar bankahrunsins haustið 2008, MS ritgerð Margrétar Sigurjónsdóttur frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Orðræða um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ferðamennska, sjálfbærni og samfélag, MS ritgerð Arnórs Gunnarssonar frá líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ferðamálafræði.

Ímynd Íslands. Raunveruleiki eða ranghugmyndir, MS ritgerð Elísabetar Eydísar Leósdóttur frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.