Fara í efni

Verða bílaleigubílar flöskuháls í ferðaþjónustu sumarið 2022?

Mynd: Íslandsstofa
Mynd: Íslandsstofa

Talsvert hefur verið um fréttir í fjölmiðlum um mikinn skort á bílaleigubílum fyrir erlenda ferðamenn í sumar. Ferðamálastofa hefur unnið stutta greiningu á væntu framboði og spurn eftir bílaleigubílum yfir háönnina í sumar, með það að markmiði að gefa umræðu um þessi mál traustari grunn í fyrirliggjandi tölum og öðrum upplýsingum um meginforsendur bílaleigumarkaðarins.

Fleiri bílar í langtímaleigu innanlands

Meginniðurstaða greiningar Ferðamálastofu skv. fyrirliggjandi upplýsingum er að miðað við horfur um:

a) afhendingu nýrra bíla til bílaleigufyrirtækjanna í vor og fram á sumar og
b) fjölda ferðamanna í toppmánuðinum ágúst næstkomandi,

séu álíka margir erlendir ferðamenn á hvern bílaleigubíl, og jafnvel heldur færri, en á árunum 2017-2019.

Hinsvegar hafa bílaleigufyrirtæki meðal annars brugðist við eftirspurnarfalli í Covid-19 með því að fjölga verulega bílum í langtímaleigu til innlendra aðila. Minni hluti bílaflotans er því laus til skammtímaleigu heldur en fyrir Covid. Miðað við tvöföldun þessa hlutfalls, úr um 20% 2019 í 40% nú, og sömu forsendur að öðru leyti, verða 16 erlendir ferðamenn um hvern bílaleigubíl í skammtímaleigu í ágúst næstkomandi, samanborið við 14 ferðamenn á árunum fyrir faraldur.

Upplýsingar um ofangreint og fleira áhugavert um stöðu og horfur á þessum markaði má sjá í meðfylgjandi greiningu.

Opna greiningu