Fara í efni

Vel heppnuð ráðstefna á Ísafirði

Ráðstefnan ?Náttúra Vestfjarða og ferðamennska? sem haldin var á Ísafirði 15. og 16. apríl síðastliðin tókst í alla staði vel, að sögn aðstandenda hennar.

Að sögn Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur, deildarstjóri þróunardeildar Náttúrustofu Vestfjarða, var almenn ánægja með fyrirkomulag og innihald ráðstefnunnar. Gestir höfðu á orði að margt nýtt hefði borið á góma og margir sáu möguleika í að tengja saman náttúru, mannlíf og ferðamennsku því fjallað hefði verið um þessa þætti á annan hátt en áður. Fram hefði komið að sú þekking sem vísindamenn hafa aflað á þessum sviðum nýtist í ferðamennsku og þessir aðilar geta auðveldlega unnið saman, þar sem þekking þeirra er á ólíkum sviðum, annars vegar þekking vísindamannsins á ákveðnum fyrirbærum og hins vegar þekking ferðaþjónsins í ferðamálum.

Á ráðstefnunni kom fram ósk gesta um að glærusýningar fyrirlesara yrðu settar á vefinn og þessa dagana er verið að vinna í því. Að auki má einnig finna ráðstefnuritið á vefnum. Slóðin er www.nave.is/ferdaradstefna.