Fara í efni

Vel heppnað námskeið

Uppl4
Uppl4

Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og svo var einnig í ár. Var námskeiðið haldið á Kornhlöðuloftinu 7 júní síðasliðinn og þótti vel heppnað.

Lögð hefur verið áhersla á að a.m.k. nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðva komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð þeirra verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið. Meðfylgjandi myndir voru teknar á námskeiðinu.

?Þeir koma, og hvað með það, fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?? nefndist erindi Elíasar Bj Gíslasonar,  forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Skoða erindi Elíasar (PDF) Pétur Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, fjallaði um hlutverk upplýsingamiðstöðva og hlutverk starfsmanna þeirra. Skoða erindi Péturs (PDF)
Elín Svava Ingvarsdóttir (lengst til vinstri), verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, kynnti Handbók Ferðamálastofu, sem er mikilvægt upplýsingarit fyrir allar upplýsingamiðstöðvar og aðra sem starfa í ferðaþjónustu.

Fjórða erindið var flutt af Margréti Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingi, og nefndist "Viðhorf er aðalatriðið í þjónustu!" Byggir það á upplýsingariti Impru-nýsköpunarmiðstöðvar um þjónustugæði.
   

Hluti þátttakenda á námskeiðinu. Séð yfir salinn.