Fara í efni

Vel fylgst með atburðarásinni á Reykjanesi

Sem kunnugt er hefur síðustu daga orðið vart aukins óróa vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir sem þýðir að aukið eftirlit er haft með þeirri atburðarás sem er í gangi.

Skiljanlega hafa í þessu sambandi kviknað spurningar hjá ferðaþjónustuaðilum sem starfa á svæðinu eða skipuleggja ferðir þangað. Líkt og fram hefur komið fylgist jarðvísindafólk ítarlega með ástandinu og vaktar þær breytingar sem verða. Ekki hefur þótt ástæða til að senda út sérstakar viðvaranir eða upplýsingar til ferðaþjónustunnar að svo komnu máli.

Ferðamálastofa er í góðu sambandi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og mun koma öllum upplýsingum á framfæri um leið og aðstæður skapast sem kalla á slíkt. Á meðan er fólk hvatt til að fylgjast vel með fjölmiðlum og vefjum viðeigandi stofnana, svo sem: