Veitingahús í VAKANN

Veitingahús í VAKANN
© arctic-images.com

Veitingahús geta nú gerst þátttakendur í gæða- og umhverfiskerfinu VAKANUM en viðmið fyrir veitingahús voru nýlega samþykkt af stýrihópi VAKANS.

Líkt og aðrir þættir í uppbyggingu VAKANS þá voru viðmiðin unnin í nánu samstarfi við greinina, þ.e. veitinganefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Eins og margoft hefur komið fram þá er VAKINN sniðinn að fyrirtækjum af öllum stærðum og því geta veitingahús af öllum gerðum, jafnt stór sem smá, nú sótt um að verða þátttakendur í VAKANUM.

Nánar um umsóknarferli VAKANS

Skoða gæðaviðmiðin


Athugasemdir