Fara í efni

Vefur Breiðafjarðarfléttunar opnaður

Bjarnarhöfn
Bjarnarhöfn

Breiðafjarðarfléttan er samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Snæfellsnesi, í Dölum og á sunnanverðum Vestfjörðum, með öðrum orðum við Breiðafjörð. Félagsskapurinn hefur þann tilgang að auka og styrkja samstarf á milli aðila, efla gæði þjónustunnar, auka nýsköpun í ferðaþjónustu og vinna sameiginlega að markaðssetningu á svæðinu.

Rúmlega 20 ferðaþjónustuaðilar eiga í dag aðild að samstarfinu og hafa þeir nú opnað vefinn flettan.is þar sem hin fjölbreytta ferðaþjónusta á svæðinu er kynnt. Vefurinn er á íslensku fyrst í stað en ensk útgáfa er í vinnslu. Myndin er tekin af vefnum og er frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi.