Fara í efni

Valkostum í afþreyingu alltaf að fjölga

hestur
hestur

Valkostum í afþreyingu í ferðaþjónustu um allt land heldur áfram að fjölga. Í Hléskógum við austanverðan Eyjafjörð, skammt frá Grenivík, hefur nú verið opnaður húsdýragarður.

Þar getur að líta öll íslensku húsdýrin, þar á meðal geitur, svín og hesta. Áhersla er lögð á að sýna ungviði og hefur íslenska tíkin ?Busla? unnið hug og hjörtu gesta, enda aðeins 9 vikna gömul. Eigendur Hléskóga eru Birna Kristín Friðriksdóttir og Guðbergur Egill Eyjólfsson og bjóða þau einnig upp á gistingu með uppbúnum rúmum, ásamt því sem tjaldsvæði er á staðnum. Þau segja starfsemina hafa farið vel af stað í sumar en í nágrenninu er m.a. Laufás, einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Eyjafjörð, og örstutt í hestaleiguna Pólarhesta.