Fara í efni

VAKINN - laust starf sérfræðings

VAKINN - laust starf sérfræðings

Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa á starfsstöð sinni á Akureyri. Um er að ræða 100% starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á atvinnugrein í örum vexti og löngun til að takast á við sérfræðiverkefni á sviði gæðamála innan ferðaþjónustunnar.

Helstu verkefni:

• Aðstoð við uppfærslur á viðmiðum og fylgigögnum VAKANS
• Úttekt á ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru í VAKANUM
• Úrvinnsla gagna

Menntunar- og hæfniskröfur:

• B.S. próf í ferðamálafræði, hótelfræði eða sambærileg menntun t.d.á sviði gæðamála
• Þekking og reynsla innan ferðaþjónustunnar nauðsynleg, sérstaklega hótel- og veitingageirans
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember n.k. og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi 1. febrúar 2014. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti á netfangið upplysingar@ferdamalastofa.is eða á skrifstofu Ferðamálastofu Strandgötu 29, 600 Akureyri merktar VAKINN. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verð tekin.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri.

Upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna hér á vefnum og upplýsingar um VAKANN á www.vakinn.is