Fara í efni

VAKINN - laust starf gæðafulltrúa

Vakinn lógó
Vakinn lógó

Ferðamálastofa auglýsir lausa stöðu gæðafulltrúa VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Um er að ræða 100% starf.  Starfsstöð gæðafulltrúa er á skrifstofu Ferðamálastofu Reykjavík en starfið heyrir undir forstöðumann skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri. Starfið krefst töluverðra ferðalaga innanlands.

Helstu verkefni gæðafulltrúa:

  • Úttekt á ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru í VAKANUM
  • Gerð úttektarskýrslna
  • Aðstoð við uppfærslur á viðmiðum og fylgigögnum VAKANS

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í ferðamálafræðum  eða gæðamálum(BS próf) 
  • Þekking og reynsla af ferðaþjónustu
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember n.k. og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi 1. febrúar 2012.

Skil umsókna
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til Elíasar Bj. Gíslasonar, elias@ferdamalastofa.is, eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin. Laun eru greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.

VAKINN
Í byrjun árs 2012 mun Ferðamálastofa taka í notkun nýtt gæða- og umhverfisflokkunarkerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Meginmarkmið VAKANS er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. VAKINN er unnin í samvinnu Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Samtaka ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtaka íslands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu Akureyri. elias@ferdamalastofa.is Sími: 535-5510