Fara í efni

VAKINN kynntur fyrir farþegum Icelandair

VAKINN kynntur fyrir farþegum Icelandair

Í apríl næstkomandi hefjast sýningar á kynningarmyndbandi um VAKANN, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, í öllum flugvélum Icelandair.

Auglýsingin verður í kynningunni um Ísland sem er spiluð fyrir farþega Icelandair fyrir hverja brottför. "Með þessu móti náum við til á þriðju milljón farþega og hluti þeirra hyggur á ferðalög um Ísland," segir Áslaug Briem, gæðafulltrúi VAKANS.