VAKINN er fyrir fyrirtæki af öllum stærðum

Look North er nýjasti meðlimurinn í gæðakerfi VAKANS. Look North er fyrsti þátttakandinn í flokki smærri fyrirtækja í VAKANUM. Verða þessi tímamót vonandi hvatning fyrir aðra smærri aðila til ganga til liðs við VAKANN.

Look North er ferðaskrifstofa sem starfrækir Iceland Photo Tours og býður fyrirtækið upp á sérsniðnar ljósmyndaferðir fyrir ljósmyndara, hvort sem um áhugamenn eða atvinnuljósmyndara er að ræða. Look North starfrækir einnig Iceland Exclusive Tours sem býður upp á ýmiskonar ferðir fyrir minni hópa. Lögð er áhersla á ógleymanlega upplifun persónulega þjónustu, og gæði.


Athugasemdir