Fara í efni

Vakentieberus - Ferðasýning í Hollandi í janúar

Ísklifur
Ísklifur

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á ferðasýningunni Vakantiebeurs sem fram fer í Utrecht í Hollandi dagana 11.-16. janúar 2011. Sýningin er haldin á hverju ári og er stærsta ferðasýningin á hollenska markaðnum. Á síðasta ári sóttu hana um 117 þúsund manns, þar af um 20 þúsund fagaðilar. VisitIceland verður með eigin sýningarbás á sýningunni.

Vakantiebeurs býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Sýningin er tvískipt; fyrsti hluti hennar, 11.-12. janúar, er fyrir fagfólk (B2B) en 13.-16. janúar er sýningin opin almenningi.

Áhugasamir um þátttöku eru hvattir til að hafa samband við Davíð Jóhannsson hjá Íslandsstofu í Berlín fyrir 18. nóvember nk. david@islandsstofa.is eða í síma +49 30 5050 4140.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.vakantiebeurs.nl