Fara í efni

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Vakann

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ NORÐURLANDS VESTRA Í VAKANN

Mynd: Sarah Holzem og Sigfús Ingi Sigfússon með viðurkenningu Vakans.

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Varmahlíð hefur lokið innleiðingu gæða- og umhverfiskerfisins Vakans.

Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra er landshlutamiðstöð upplýsingaveitu ferðamanna á Norðurlandi vestra og gegnir sem slík lykilhlutverki í upplýsingamiðlun til erlendra og innlendra ferðamanna á svæðinu. Gæði, vandvirkni og samræming þjónustu og fagleg upplýsingagjöf eykur líkur á ánægju gesta og annarra þeirra sem leita upplýsinga, aðstoðar og annarrar þjónustu hjá miðstöðinni.

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur eru ábyrgðaraðilar Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra með tilstyrk Ferðamálastofu. Upplýsingamiðstöðin sem er staðsett í Varmahlíð í Skagafirði er opin alla daga frá kl. 9-18 á tímabilinu frá 16. maí til 30. september en frá kl. 10-16 alla virka daga frá 1. október til 15. maí.