Undirbúningur að víðtækari opnun - Leiðbeiningar til ferðaþjónustufyrirtækja

Undirbúningur að víðtækari opnun - Leiðbeiningar til ferðaþjónustufyrirtækja
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Undirbúningur undir víðtækari opnun landamæra Íslands er í fullum gangi. Ferðamálastofa mun veita íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum nauðsynlegar upplýsingar varðandi framkvæmdina og svara fyrirspurnum eins og kostur er. Íslandsstofa mun sjá um að veita erlendum ferðamönnum og erlendum ferðaþjónustuaðilum nauðsynlegar upplýsingar . Vinsamlegast hafið í huga að þessi framkvæmd verður endurmetin reglulega og getur tekið skjótum breytingum ef þörf krefur.

Ensk útgáfa - English version

Framkvæmd opnunar í stuttu máli:  

 • Farþegar sem koma til landsins eftir 15. júní 2020 verður gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 fremur en að sitja 14 daga í sóttkví. Börn fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að fara í sýnatöku.

 • Farþegar eru beðni að fylla út forskráningarform á covid.is áður en þeir koma, hægt er að fylla þetta út 72 tímum fyrir flug.

 • Gert er ráð fyrir að biðtími eftir sýnatöku á landamærum sé innan við ein klukkustund.

 • Í kjölfar sýnatöku er komufarþegum heimilt að fara á skráðan dvalarstað, skv. forskráningarformi.

 • Komufarþegar þurfa ekki að sæta sóttkví uns niðurstöður úr prófinu eru tilkynntar, en er bent á að gæta ýtrustu smitvarna og huga að heilsu sinni og annarra.

 • Gert er ráð fyrir að komufarþegar fái upplýsingar um niðurstöðu úr prófi innan sólarhrings, yfirleitt samdægurs. Komufarþegum verður tilkynnt um niðurstöðuna í rakningarappinu, Rakning C-19, í smáskilaboðum eða í gegnum Heilsuveru.

 • Allir eru hvattir til að gæta að sóttvörnum, svo sem handþvotti, sótthreinsun og 2ja metra nándar-mörkum og virða gildandi reglur um sóttvarnir. Mikilvægt er að ferðaþjónustufyrirtæki komi þessum skilaboðum til viðskiptavina og gesta. Inn á covid.is eru ýmiskonar veggspjöld sem hægt er að prenta út og nýta í þessum tilgangi.

Nokkrar mikilvægar ábendingar:

 • Mikið af upplýsingum um opnunina er að finna á www.COVID.is undir hlekk merktur Ferðalög á Íslandi.

 • Fréttir af breytingum varðandi tilhögun opnunar verða sendar á ferðaþjónustuaðila sem skráðir eru í gagnagrunn Ferðamálastofu.

 • Fljótlega eftir helgi er fyrirhugað að halda rafrænan upplýsingafund fyrir ferðaþjónustuaðila og verður nánari tímasetning kynnt fyrir vikulok.

 • Ferðamálastofa mun einnig birta fréttir inn á vefsíðu stofnunarinnar, www.ferdamalastofa.is  undir hnappi merktum COVID-19 þar er einnig að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðaþjónustuaðila vegna sóttvarna o.fl.

 • Beina skal fyrirspurnum vegna opnunar og spurninga þessu tengdu á netfangið covid@ferdamalastofa.is

Upplýsingar til erlendra ferðamanna og ferðaþjónustuaðila

Íslandsstofa mun sjá um að veita erlendum ferðamönnum og erlendum ferðaþjónustuaðilum nauðsynlegar upplýsingar en  við hvetjum ykkur til að vera í mjög góðum samskiptum við viðskiptavini og gesti ykkar og upplýsa þá vandlega um fyrirkomulag og sóttvarnaráðstafanir á Íslandi. Slóð fyrir fyrirspurnir er: http://www.covid.is/contactus

 
Við erum öll að feta nýjar leiðir og gerum okkur grein fyrir að þið eruð með fjölmargar spurningar, mikið af svörum er að finna á covid.is og hvetjum við ykkur til að skoða vefinn áður en þið sendið fyrirspurn á covid@ferdamalastofa.is  


Athugasemdir