Fara í efni

Umhverfisráðstefna SEEDS

SEEDS fagnar um þessar mundir fimm ára afmælinu sínu og að því tilefni verður efnt til Umhverfisráðstefnu, þriðjudaginn 16. nóvember klukkan 14:00 í Iðnó í samstarfi við Landvernd og Umhverfisstofnun.

Sjálfbærni er eitt mikilvægasta málefni líðandi stundar innan umhverfisgeirans. Sjálfbær þróun og hagræn nýting náttúruauðlinda er okkur nauðsynleg til að tryggja velferð í framtíðinni. Á ráðstefnunni verða tekin dæmi um umhverfisvæn samfélög og þátt alþjóðlegra sjálfboðaliða í umhverfismálum á Íslandi. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar mun opna ráðstefnuna og er heiðursgestur hennar Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður.

Aðgangur ókeypis.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér: Dagskrá Umhverfisráðstefnu SEEDS