Fara í efni

Tölfræðibæklingur Ferðamálaráðs kominn út

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum - aukaúthlutun
Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum - aukaúthlutun

Árlegur tölfræðibæklingur Ferðamálaráðs er nú kominn út. Hann hefur til þessa komið út á ensku undir nafninu "Tourism in Iceland in figures" en í ár var ákveðið að gefa bæklinginn einnig út á íslensku. Nefnist hann "Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum". Auk prentaðrar útgáfu er bæklingurinn aðgengilegur hér á vefnum.

Í bæklingnum eru teknar saman og settar fram í myndrænu formi ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu, fjölda erlendra ferðamanna og ferðahegðun þeirra. Helstu heimildir eru könnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna og tölur frá Seðlabankanum, Hagstofunni og Útlendingaeftirlitinu. Sem fyrr segir er íslenska útgáfan af bæklingnum aðgengileg hér á vefnum undir liðnum "Tölfræði" og enska útgáfan er aðgengileg á landkynningarvef Ferðamálaráðs, visiticeland.com undir liðnum "Statistics".