Fara í efni

Tölfræði um skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskip
Skemmtiferðaskip

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur nú tekið saman ítarlega tölfræði um komur skemmtiferðaskipa til Íslands árin 2000 til og með 2010. Verða þessar upplýsingar uppfærðar árlega í framhaldinu.

Byggt er á frumheimildum frá hverri höfn sem talin er fram. Eins og sjá má á tölunum hefur farþegafjöldi með skemmtiferðaskipum til landsins nærri þrefaldast á þessu tíu ára tímabili. Er þar horft til farþegafjölda með skipum til Reykjavíkur einungis, þar sem öll skip sem til landsins koma hafa viðkomu þar. Þessi sömu skip koma svo við á öðrum höfnum. Helst eru það Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar sem koma með skipunum þótt aðeins sé um ferðafólk af öðru þjóðerni.

Myndir og töflur með tölfræðinni má nálgast í Excel-skljalinu hér að neðan en til að fá frumgögn þarf að hafa samband við Rannsóknamiðstöð ferðamála.