Fara í efni

Tími til að tengja? Af stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi

Stefnumótun
Stefnumótun

Nú er aðgengileg á vefnum nýjasta tölublað vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Sérstaklega er vert að benda á grein Gunnars Þórs Jóhannessonar „Tími til að tengja? Af stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi.“

Gunnar Þór Jóhannesson er verkefnisstjóri við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og lektor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.

Í útdrætti greinarinnar segir meðal annars:
„Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið mjög að umfangi síðustu þrjá áratugi og er nú svo komið að atvinnugreinin skaffar umtalsverðan hluta gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Ferðaþjónustu hefur löngum verið lýst sem atvinnugrein með mikla framtíðarmöguleika og eftir bankahrunið 2008 hefur hún verið talin gegna mikilvægu hlutverki í endurreisn efnahagslífsins. Í þssari grein er fjallað um hvernig stjórnvöld hafa leitast við að móta stefnu í ferðaþjónustu. Megindráttum í sögu stefnumótunar í ferðaþjónustu er lýst og gripið sér staklega niður í tvö tímabil sem varpa ljósi á tilurð hennar og mótun. Gerendanets - kenningunni (Actor-network theory) er beitt til að draga fram margleitni og dýnamík í gerð stefnumótunar. Því er haldið fram að stefnumótun í ferðaþjónustu sé afurð flókinna tengsla og á tíðum óvæntra samtenginga og tilviljana auk þess að markast af meintu tengslaleysi stjórnvalda við atvinnu greinina.“

Um vefritið Stjórnmál og stjórnsýsla
Í ritinu eru 13 greinar, þar af ellefu ritrýndar greinar og tvær greinar almenns eðlis auk bókadóms. Greinarnar eru eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og aðila úr stjórnsýslunni. Athygli er vakin á að hægt er að gerast áskrifandi að prentaðri útgáfu af Tímaritinu stjórnmál og stjórnsýsla sem kemur út einu sinni á ári með ritrýndum greinum. www.stjornmalogstjornsysla.is/

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / www.arctic-images.com