Fara í efni

Tilboð í markaðsefni vegna "Ísland allt árið"

ísland allt árið
ísland allt árið

Ríkiskaup, fyrir hönd Íslandsstofu, hafa óskað eftir tilboðum í hönnun og framleiðslu markaðsefnis vegna átaksins "Ísland - allt árið". Viðfangsefni sem um ræðir eru meðal annars: hönnun á heildarútliti Íslands – allt árið, alls prentefnis, vefborða og umhverfisauglýsinga, sem og fyrir vefsíðu.

Um er að ræða rammasamningsútboð og þær tölur sem gefnar eru upp eru viðmiðunartölur, endanleg kaup til hvers seljanda á samningstíma kunna verða eitthvað meiri eða minni. Gert er ráð fyrir að semja við allt að 5 bjóðendur um viðskiptin. Kynningafundir um rammasamningsútboðið var haldinn í liðinni viku. Þá var einnig haldinn kynningafundur fyrir útboð á PR og samfélagsmiðlahluta verkefnisins, ásamt birtingum.

Frestur til að senda inn fyrirspurnir, óska frekari skýringa eða ef vart verður við ósamræmi í gögnum rennur út 28. nóvember 2011. Fyrirspurn skal merkt: Útboðsfulltrúi Ríkiskaupa v/15134 Ísland allt árið (myndsendir: 530 1414 eða netfang: utbod@rikiskaup.is).

Skila skal tilboðum til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboð verða opnuð þann 6. desember 2011 kl. 10:00.

Nánar upplýsingar má nálgast á vef Ríkiskaupa.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson