Fara í efni

Til þeirra sem keypt hafa pakkaferð til skilgreindra áhættusvæða

Mynd:Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd:Ragnar Th. Sigurðsson

Hafir þú keypt pakkaferð til einhverra af þeim löndum sem íslensk yfirvöld hafa skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu þá ráðleggur Ferðamálastofa þér að hafa samband við ferðaskrifstofuna varðandi framkvæmd hennar, afpöntun eða aflýsingu þar sem sóttvarnarlæknir ráðleggur gegn ferðalögum á þau svæði.

Neytendastofa hefur eftirlit með þeim ákvæðum pakkaferðalaga sem snúa að afpöntun og aflýsingu pakkaferðar og má nálgast upplýsingar um afpöntun og aflýsingu pakkaferða á vef þeirra.

Ferðamálastofa mun uppfæra upplýsingarnar eftir því sem mál skýrast.

Sjá einnig: Réttindi ferðafólks vegna COVID-19