Fara í efni

Til þeirra sem eru í samskiptum við ferðamenn - Í ljósi frétta dagsins frá Grindavík

Líkt og vart hefur farið framhjá neinum þá er nýtt gos hafið við Grindavík. Fréttir af gosinu hafa eins og við er að búast þegar birst í fjölmiðlum erlendis og eru lesnar af erlendum gestum sem hér eru staddir eða hyggja á ferð til landsins. Mikilvægt er nú sem fyrr að við tökum höndum saman um að halda gestum okkur upplýstum um stöðuna og áhrif sem atburðirnir á Reykjanesi hafa á ferðalög fólks.

Uppfærður texti á ensku

Á Visit Iceland síðunni er texti á ensku sem Íslandsstofa tók saman og aðilar í ferðaþjónustu geta nýtt til að bregast við fyrirspurnum frá viðskiptavinum sínum erlendis um stöðuna. Hann getur einnig nýst fyrir starfsfólk í framlínu til að veita upplýsingar. Reynt verður að halda honum uppfærðum eftir því sem á líður. Slóðin er:
https://www.visiticeland.com/article/volcano-info
Þarna inn eigið þið þannig alltaf að geta sótt nýjustu upplýsingar.

Einnig má nefna að:

  • Vert er að leggja áherslu við erlenda gesti okkar sem hér eru staddir að svæðið er lokað og fólk ætti ekki að reyna að komast að gosinu.
  • Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið virkjuð.
  • Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla verður að líkindum opnuð seinna í dag á Reykjavík Natura Hótel.

Vart þarf að taka fram að hugur allra er hjá íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum.

Mynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.