Fara í efni

Þúsundasta leyfi ferðasala dagsferða gefið út

Í dag, 10. júlí 2024, gefur Ferðamálastofa út leyfi númer 1000 frá upphafi útgáfu leyfa ferðasala dagsferða. 1. janúar 2019 tóku gildi lagabreytingar sem felldu úr gildi fyrri leyfi ferðaskipuleggjanda. Í kjölfarið þurftu þáverandi leyfishafar að endurskilgreina sig og sækja um að nýju.

Fyrsta leyfið á grundvelli nýju laganna var gefið út 9. janúar 2019 og í dag er eins og áður segir gefið út það þúsundasta en leyfið er jafnframt það nítugasta sem gefið er út á þessu ári og stefnir í metfjölda útgefinna leyfa ferðasala dagsferða á árinu.

Ferðamálastofa óskar viðkomandi leyfishafa hjartanlega til hamingju.

Ferðamenn við Kirkjufell. Mynd frá Sean Roche af Unsplash