Þrjár vikur í Vestnorden

Þrjár vikur í Vestnorden
Tekjukönnun SAF fyrir nóvember

Eftir réttar þrjár vikur mun Vestnorden ferðakaupstefnan standa sem hæst í Íþróttahöllinni á Akureyri. Undirbúningur er í fullum gangi og stefnir allt í einkar glæsilegan viðburð.

Skipulag eða uppsetning kaupstefnunnar verður með nokkuð öðrum hætti en verið hefur. Í stað hins hefðbundna básakerfis sem flestir þekkja eru notuð skilrúm sem eru einfaldari og ættu að gefa nokkuð léttara yfirbragð. Svæðið eða básinn sem hver og einn hefur til afnota er byggt upp af þremur 1 m breiðum einingum og hliðarnar tengjast bakinu í 45° horni (sjá mynd). Veggrými er því 3 m á lengd en einingarnar eru 2,5 metrar á hæð. Hverju svæði fylgja borð, fjórir stólar og ljós en að auki er mögulegt að fá rafmagnstengil sem dugar fyrir tölvu og þess háttar búnað. Hvert svæði er númerað en að öðru leyti sér hver og einn um að merkja sitt pláss. Húsið verður opið fyrir sýnendur á milli kl. 10 og 18 þriðjudaginn 10. september þannig að fólk geti komið búnaði sínum fyrir.

 


Athugasemdir