Fara í efni

Þjónustu- og sölunámskeið gerði góða lukku!

Davíð að kenna
Davíð að kenna

Haldið var þjónustu- og sölunámskeið í Sel-Hótel Varmahlíð 14. júní fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem veita upplýsingar og þjóna ferðamönnum á Norðurlandi vestra.

Ágæt þátttaka var á námskeiðið, bæði frá fyrirtækjum í greininni og þeim sem vinna hjá söfnum eða í upplýsingamiðstöðvum. Þátttakendur voru mjög virkir í verkefnavinnu og umræðum. Á námskeiðinu var unnið með efni frá ferðamálayfirvöldum í Skotlandi sem aðlagað hafði verið að íslenskum aðstæðum. Fjallað um mikilvægi þjónustu og sölu í allri ferðaþjónustu og þjálfuð mikilvæg atriði því tengd. Einnig er lögð áhersla á að starfsmenn ýmissa aðila í ferðaþjónustu kynntust og geti þannig veitt betri þjónustu á svæðinu í heild.

Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið og fannst það bæði hagnýtt og fræðilegt í senn.

Áformað er að halda síðari hluta námskeiðsins í ágúst þar sem lagt verður mat á ferðasumarið, hvað þættir sem fjallað var um á fyrri hluta námskeiðsins nýttust vel og hvað má betur fara.

Það var Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra í Varmhlíð sem stóð fyrir námskeiðinu og leiðbeinendur á því voru Davíð Samúelsson leiðsögumaður en hann hefur kynnt sér menntun starfsfólks í ferðaþjónustu í Skotlandi og Jakob F. Þorsteinsson forstöðumaður Upplýsingarmiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð.