Fara í efni

Þjónustu- og sölunámskeið á Suðurlandi

Mýrdalsjökull
Mýrdalsjökull

Þriðjudaginn 21. júní verður haldið þjónustu- og sölunámskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem veita upplýsingar og þjóna ferðamönnum á Suðurlandi. Námskeiðið verður haldið  í Hvoli Hvolsvelli kl 9.45 ? 16.30 .

Námskeiðið miðar að því að gera þátttakendur meðvitaðri um mikilvægi þjónustu og sölu í allri ferðaþjónustu og þjálfa mikilvæg atriði því tengd. Einnig er lögð áhersla á að starfsmenn ýmissa aðila í ferðaþjónustu kynnist og geti þannig veitt betri þjónustu á svæðinu í heild.
Lögð er áhersla á að þátttakendur taki virkan þátt í námskeiðinu m.a. með verkefnavinnu.
Námskeiðsgjald er 1.800 kr.

Á námskeiðinu verður fjallað um þætti sem að:
- stuðla að endurkomu í upplýsingamiðstöð og á aðra áningastaði
- vinna að árangursríkri sölu
- hafa áhrif á kauphegðun
- koma á viðskiptum sem skila sér í árangursríkri sölu
- meðhöndla vöru
- og loka sölu

Leiðbeinendi á námskeiðinu er Davíð Samúelsson leiðsögumaður og ferðamála-fræðingur.

Dagskrá - þriðjudagur 21. júní:

kl. 9.45-10.00 Morgunhressing og létt spjall
kl. 10.00-10.30 Kynning
kl. 10.30-12.00 Þjónusta og sala I
kl. 12.00-13.30 Hádegismatur og á vit ævintýranna
kl. 14.00-16.30 Þjónusta og sala II

Skráning hjá atvinnu-og ferðamálafulltrúa Rangárþings og Mýrdals í síma 487 5020 / 893 5020 eða í tölvupósti: atvinnuferda@atvinnuferda.is síðasti dagur skráningar er á hádegi mánudaginn 20.06.

Myndin: Frá vélsleðaferð á Mýrdalsjökli.