Fara í efni

Tekjukönnun SAF fyrir janúar 2003

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun fyrir janúarmánuð sl. Könnunin byggir sem fyrr á upplýsingum frá samtals 20 hótelum innan SAF, þ.e. 10 hótelum í Reykjavík og öðrum 10 á landsbyggðinni. Meðal athyglisverðra niðurstaða er verulega hærra meðalverð hótela á landsbyggðinni miðað við sama tíma í fyrra og hærri tekjur á hvert herbergi sem er í boði.

Færri herbergi í boði í Reykjavík
Tölurnar fyrir Reykjavík ber að skoða í því ljósi að vegna endurnýjunar Hótel Esju (Nordica Hotel) eru þau herbergi sem eru í boði nokkru færri en á sama tíma í fyrra, eða 888 í stað 1.060. Í ár voru seld herbergi 12.693 en í fyrra voru seld herbergi 13.695. M.ö.o. hefur fjöldi seldra herbergja hjá þessu úrtaki dregist saman um 9,1%. Fram kemur einnig hjá Þorleifi Þór Jónssyni, hagfræðingi SAF, að framboð á hótelrými hefur vaxið um u.þ.b. 80 herbergi frá því í fyrra án þess að það komi inn í úrtak SAF. Annars voru tölurnar fyrir Reykjavík þessar:

Meðalnýting 46,11%. Meðalverð kr. 5.716. Tekjur á framboðið herbergi kr. 81.702.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996: 31,45% Kr. 3.911
1997: 30,95% Kr. 3.444
1998: 31,49% Kr. 3.698
1999: 36,71% Kr. 3.875 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.088
2000: 37,30% Kr. 4.956 Tekjur á framboðið herbergi kr. 57.308.
2001: 40,70% Kr. 5.048 Tekjur á framboðið herbergi kr. 63.687.
2002: 40,83% Kr. 5.465 Tekjur á framboðið herbergi kr. 69.167.

Landsbyggðin
Meðalnýting 13,62%. Meðalverð kr. 6.165. Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.027
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996: 18,07% Kr. 3.487
1997: 19,61% Kr. 3.051
1998: 13,94% Kr. 2.702
1999: 13,00% Kr. 4.152 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.133
2000: 14,24% Kr. 4.239 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.708.
2001: 15,94% Kr. 4.488 Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.629
2002: 14,43% Kr. 4.565 Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.425
Hér er á ferðinni fyrst og fremst mikil hækkun á verðum á einstaka hótelum sem vega þungt inn í meðaltalið.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 6,34 %. Meðalverð kr. 4.318 Tekjur á framboðið herbergi kr. 8.489.
Til samburðar koma fyrri ár:
1996: 17,31% Kr. 2.854
1997: 19,74% Kr. 2.862
1998: 11,08% Kr. 2.888
1999: 9,00% Kr. 3.973 Tekjur á framboðið herbergi kr 10.835
2000: 8,79% Kr. 4.400 Tekjur á framboðið herbergi kr. 11.987
2001: 7,62% Kr. 4.099 Tekjur á framboðið herbergi kr. 9.664
2002: 5,75% Kr. 3.784 Tekjur á framboðið herbergi kr. 6.742.