Fara í efni

Tæp 15% fækkun erlendra gesta í maí

Talningar maí 2010
Talningar maí 2010

Um 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í maímánuði síðastliðnum samkvæmt brottfarartalningum Ferðamálastofu í Leifsstöð og er því um að ræða 19% fækkun frá því í maí á síðasta ári. Að meðtöldum 1.300 brottförum erlendra gesta um Akureyrarflugvöll nemur fækkun erlendra gesta 14,8% milli ára.

Sem vænta mátti eru áhrif gossins á flugsamgöngur til og frá landinu hér að koma fram. Niðurstöður úr talningunum í Leifsstöð sýna fækkun frá öllum mörkuðum, mesta frá Bretlandi og Norðurlöndunum eða í kringum fjórðungsfækkun og frá fjarmörkuðum eða um fimmtungsfækkun. Gestum frá Mið- og S-Evrópu fækkar um 11% en minnst er fækkunin frá Norður Ameríku eða um 5,1%.

Frá áramótum hafa 116 þúsund erlendir gestir farið frá landinu um Leifsstöð sem er 6,5 prósenta fækkun frá árinu áður. Að viðbættum 2.300 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll nemur fækkunin 4,6%.

Fleiri Íslendingar utan
Brottförum Íslendinga um Leifsstöð fjölgaði hins vegar um tæp 4% í maí, voru 23.200 í maí 2010 en 22.400 árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um 2,8% í samanburði við sama tímabil á fyrra ári.

Mikilvægir mánuðir framundan
Framundan eru stærstu ferðamannamánuðir ársins en helmingur erlendra gesta kemur til landsins sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst. Vonir standa til að hið umfangsmikla landkynningarátak sem nú er í gangi, Inspired by Iceland, hafi sitt að segja og nái að vega upp á móti neikvæðum áhrifum gossins, ásamt því að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið hefur fengið á erlendum vettvangi.

 

Maí eftir þjóðernum Janúar-maí eftir þjóðernum
  Breyting milli ára   Breyting milli ára
  2009 2010 Fjöldi             (%)   2009 2010       Fjöldi            (%)
Bandaríkin 3.625 3.461 -164 -4,5 Bandaríkin     12.565      12.786 221 1,8
Bretland 4.324 3.131 -1.193 -27,6 Bretland     24.061      25.196 1.135 4,7
Danmörk 3.345 2.820 -525 -15,7 Danmörk     12.653       9.691 -2.962 -23,4
Finnland 1.376 841 -535 -38,9 Finnland       3.079       2.840 -239 -7,8
Frakkland 1.775 1.455 -320 -18,0 Frakkland       5.959        5.877 -82 -1,4
Holland 1.621 1.465 -156 -9,6 Holland       5.038        4.977 -61 -1,2
Ítalía 371 297 -74 -19,9 Ítalía       1.271       1.200 -71 -5,6
Japan 306 181 -125 -40,8 Japan       2.820       2.633 -187 -6,6
Kanada 948 877 -71 -7,5 Kanada       2.125