Fara í efni

Sýnendur á Iceland Travel Tech 2023 - Stefnumót ferðaþjónustu og tækni

Undirbúningur fyrir Iceland Travel Tech á morgun er nú á lokametrunum. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans og hefst kl. 13:00 í Grósku  – Vatnsmýri. Viðburðurinn er haldinn sem hluti af Nýsköpuarvikunni.

Stefnumót ferðaþjónustu og tækni

Með Iceland Travel Tech er ætlunin að tengja saman tækni- og ferðaþjónustuaðila með það fyrir augum að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Í ár var áhersla lögð á að fá sýnendur aftur í hús þannig að ferðaþjónustuaðilar og ferðatæknifyrirtæki geti hist í raunheimum.

Sýning og ráðstefna

Viðburðurinn tvískiptur. Annars vegar ráðstefna sem er innblásin af erindum frá tækni og ferðaþjónustuaðilum. Hins vegar gefst kostur á að hitta leiðandi tækniaðila í ferðaþjónustu á Íslandi á sýningu sem fram fer á fyrstu hæð Grósku.

Sýningin í Grósku öllum opin

Skráning á ráðstefnu hlutann er nauðsynleg. Örfá sæti eru laus en hægt er að skrá sig á viðburðinn og fá upptöku senda. Þá bendum við á að sýningarhlutinn í anddyri Grósku er öllum opinn frá 15:45-17:00.

Listi yfir sýnendur er hér að neðan.

 

 

Sýnendur á Iceland Travel Tech 2023

Bakhjarlar

  

Gull

   

 

 Silfur

 

Brons

Frumkvöðlar