Fara í efni

Svipuð fjölgun ferðamanna í ágúst og aðra mánuði í sumar

Ágúst 2012 - 2012
Ágúst 2012 - 2012

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 115.279 erlendir ferðamenn frá landinu í ágúst síðastliðnum eða um 13.400 fleiri en í sama mánuði árið 2011. Talningar Ferðamálastofu hafa sýnt fjölgun alla mánuði ársins 2012 en fjölgunin í ágúst er svipuð og aðra mánuði í sumar, júní (13,3%) og júlí (14,7%).

Tvöfalt fleiri ferðamenn á ellefu ára tímabili
Ferðamenn í ágúst voru 13,2% fleiri en í ágúst árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í ágústmánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 8,8% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002.

Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Frakkar nærri 40% ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í ágúst frá Þýskalandi (14,4%), Bandaríkjunum (13,7%) og Frakklandi (10,6%). Ferðamenn frá Bretlandi (6,8%), Danmörku (5,3%), Noregi (5,2%), Ítalíu (4,9%), Spáni (4,8%) og Svíþjóð (4,3%) fylgdu þar á eftir.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Þjóðverjum, Bandaríkjamönnum, Frökkum og Kínverjum mest í ágúst milli ára. Þannig komu um 2.600 fleiri Þjóðverjar í ár en í fyrra, 2.000 fleiri Bandaríkjamenn, um 1.900 fleiri Frakkar og um 1.100 fleiri Kínverjar.

Einstök markaðssvæði
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum. Mest er hún þó frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað " eða 23%. Aukningin frá  Bretlandi, Mið- og S-Evópu og Norður Ameríku er svipuð eða um og yfir tíu prósent. Norðurlandabúum fjölgar hlutfallslega minnst eða um 3,1%.

Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hafa 472.285 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 65.801 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 16,2% aukningu milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Þannig hefur Bretum fjölgað um 34,4%, N-Ameríkönum um 19,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 11,5% og ferðamönnum sem eru flokkuð undið "Annað" um 21,8%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli eða um 6,9%.

Ferðir Íslendinga utan
Um 37 þúsund Íslendingar fóru utan í ágúst síðastliðnum, 8,3% fleiri en í ágúst 2011. Frá áramótum hafa 242.904 Íslendingar farið utan, 5,9% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 229 þúsund.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Ágúst eftir þjóðernum Janúar - ágúst eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 13.821 15.825 2.004 14,5   Bandaríkin 56.900 69.268 12.368 21,7
Bretland 6.997 7.784 787 11,2   Bretland 45.791 61.542 15.751 34,4
Danmörk 6.027 6.110 83 1,4   Danmörk 30.471 30.223 -248 -0,8
Finnland 2.026 1.542 -484 -23,9   Finnland 9.006 9.562 556 6,2
Frakkland 10.376 12.258 1.882 18,1   Frakkland 30.141 34.121 3.980 13,2
Holland 3.619 4.006 387 10,7   Holland 15.208 16.465 1.257 8,3
Ítalía 5.714 5.653 -61 -1,1   Ítalía 10.720 11.775 1.055 9,8
Japan 741 828 87 11,7   Japan 4.498 5.783 1.285 28,6
Kanada 3.232 3.652 420 13,0   Kanada 12.677 13.538 861 6,8
Kína 1.323 2.417 1.094 82,7   Kína 5.966 9.514 3.548 59,5
Noregur 5.393 5.956 563 10,4   Noregur 29.401 33.987 4.586 15,6
Pólland 2.035 2.091 56 2,8   Pólland 10.758 10.986