Svipaður fjöldi gistinátta á hótelum í júlí

Svipaður fjöldi gistinátta á hótelum í júlí
Gisting júlí 09

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í júlí síðastliðnum. Voru þær 203.400 en voru 202.200 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi.

12% fjölgun fyrir norðan
Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Norðurlandi, úr 22.300 í 25.000, eða um tæp 12%. Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 114.500 í 117.200 eða rúm 2%. Gistinætur á Austurlandi voru svipaðar milli ára, fóru úr 12.600 í 12.700. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 20.700 í 17.700 eða um 15%. Á Suðurlandi fækkaði gistinóttum úr 32.100 í 31.000 eða um 4%. Gistinóttum Íslendinga á hótelum í júlí fækkaði um tæp 16% milli ára en gistinætur erlendra ríkisborgara jukust um 3%.

Nánar á vef Hagstofunnar


Athugasemdir