Fara í efni

Svía langar mest til Íslands

Skrá yfir leyfisskylda veitinga- og gististaði verður birt á lögregluvefnum
Skrá yfir leyfisskylda veitinga- og gististaði verður birt á lögregluvefnum

Ísland er sá staður á Norðurlöndunum sem Svíar vilja helst ferðast til, samkvæmt könnun Aftonbladet sem meira en 85.000 lesendur tóku þátt í. Mbl.is segir frá þessu í dag.

Vildu 33,4% lesenda helst fara til Íslands en næstvinsælast var Gotland en 15,2% vildu fara þangað. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur og Skagen á Jótlandi komu svo næst. Á mbl.is kemur fram að með niðurstöðum könnunarinnar fylgir löng grein þar sem sagt er frá hestaferð á Íslandi en höfundur hennar virðist hafa riðið yfir Kjöl. Segir hann að með ferðinni hafi hann uppfyllt gamlan draum um að fá að fara í hestaferð og furðar sig á því af hverju Hringadróttinssaga var ekki tekin upp á Íslandi.

Svíar vilja helst ferðast til:

  • Íslands (33,4%)
  • Gotlands (15,2%)
  • Kaupmannahafnar (12,8%)
  • Stokkhólms (6,7%)
  • Skagen (5,8%)
  • Svalbarða (5%)
  • Færeyja (4,9%)
  • Borgundarhólms (4,3%)
  • Nordkap (4,1%)
  • Osló (3,2%)