Sumarhátíðir sveitarfélaga á einum stað

Sumarhátíðir sveitarfélaga á einum stað
Fiskidagurinn

Vegna vísbendinga um aukinn áhuga Íslendinga á ferðalögum innanlands í sumar hefur rekstrar- og útgáfusvið Sambands íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um menningar-, úti- og sumarhátíðir sveitarfélaga. Eru upplýsingarnar nú komnar á einn stað á vef sambandsins.

Sveitarfélög eru hvött til þess að athuga hvort allar hátíðr séu skráðar í viðburðardagatalið og senda ábendingar og leiðréttingar ef einhverjar eru til Ingibjargar Hinriksdóttur á netfangið ingibjorg.hinriksdottir@samband.is.

www.samband.is/hatidir


Athugasemdir