Fara í efni

Suðurnesjamenn þinga um umhverfisvæna ferðaþjónustu

Fjölmenni á ráðstefnu um hvataferðir
Fjölmenni á ráðstefnu um hvataferðir

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar standa fyrir ráðstefnu um umhverfisvæna ferðaþjónustu á Hótel Keflavík þann 16. október nk.
Fjallað verður um umhverfisvæna ferðaþjónustu og hvert sé hlutverk sveitastjórna og fyrirtækja, hvað sé hægt að gera til þess að gera fyrirtæki umhverfisvænni og hver ávinningurinn af því kann að vera. Umhverfismerkin Svanurinn, Green Globe og Blái fáninn verða kynnt og fjallað verður um stöðu umhverfismála á Suðurnesjum. Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra, mun setja ráðstefnuna. Hún er öllum opinn en í frétt frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum eru sveitarstjórnarmenn og aðilar í ferðaþjónustu sérstaklega hvattir til að mæta.

Myndatexti:  Bláa Lónið er án efa einn þekktasti ferðamannastaður landsins en það hlaut einmitt umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands árið 1999.