Fara í efni

Styrkir til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum 2003

Á undanförnum árum hefur Ferðamálaráð Íslands veitt styrki til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Auglýst var eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2003 þann 20. janúar sl og á fundi Ferðamamálaráðs í dag var samþykkt hvaða verkefni hljóta styrki frá ráðinu á þessu ári.

Á síðustu árum hafa ákveðnir landshlutar komið til úthlutunar á hverju ári en að þessu sinni var ekki um slíka skiptingu að ræða heldur var hægt að sækja um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum um allt land. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að heildarupphæðin sem kemur til úthlutunar nú var hækkuð verulega frá fyrra ári, eða úr 6 milljónir króna í 10 milljónir króna. Styrkirnir eru veittir til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga. Skilyrði er að framkvæmdirnar stuðli að verndun náttúrunnar, samhliða bættum aðbúnaði ferðamanna.

Forgangsröðun verkefna
Að þessu sinni bárust 160 umsóknir þar sem sótt var um styrki til um 180 verkefna. Sem fyrr segir voru 10 milljónir króna til úthlutunar en alls nam heildarupphæð styrkumsókna 125 milljónum króna. Af því leiðir að mörgum verkefnum sem vert hefði verið að leggja lið varð að hafna. Við úthlutunina nú var haft til viðmiðunar að styrkja verkefni sem draga úr mengun, auka öryggi ferðafólks eða bæta aðgengi hreyfihamlaðra. Einnig var litið til verkefna sem miða að bættri hreinlætisaðstöðu á stöðum þar sem ferðafólk nýtir sér aðeins þá þjónustu þótt fleira sé í boði. Víða skapast vandræðaástand vegna hópa sem aðeins nýta sér hreinlætisaðstöðu sem í boði er og bitnar það á viðskiptavinum og starfsfólki þjónustufyrirtækjanna.

Eftirtaldir hljóta styrki fyrir árið 2003