Stutt fræðslumyndbönd fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf

Stutt fræðslumyndbönd fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf
Frá Húsavík. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa hefur árum saman staðið fyrir vornámskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra sem starfs síns vegna koma að upplýsingagjöf til ferðafólks. Í ár var ákveðið að fara aðra leið og útbúa stutt fræðslumyndbönd á ensku og íslensku sem eiga að nýtast fólki í þessum störfum.

Til að byrja með eru birt 3 myndbönd sem fjalla m.a. um hvernig veita skal góða þjónustu, mismunandi menningarheima og almenna upplýsingagjöf. Einnig vísum við á námskeiðin "Aukin upplýsingagjöf" hjá Safe Travel sem hugsuð eru í sama tilgangi.


Þjónusta og samskipti - Áslaug Briem

Áslaug Briem fer yfir helstu atriði varðandi þjónustu og samskipti við gesti okkar. Hún er verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu og vinnur við Vakann, gæða- og umhverfisvottunarkerfi ferðaþjónustunnar.

Almenn upplýsingagjöf – Heimir Hansson

Heimir Hansson stýrir Upplýsingamiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og hefur langa reynslu í upplýsingagjöf til ferðafólks. Hann fer hér yfir hvernig gagnagrunnur Ferðamálastofu yfir ferðaþjónustuaðila nýtist til að leita, með einföldum hætti, eftir gistingu, afþreyingu, menningu og annari þjónustu fyrir ferðafólk um allt land.

Leiðin að hjarta gestsins - Margrét Reynisdóttir 

Margrét rekur ráðgjafarfyrirtækið Gerum betur og sérhæfir sig í fræðslu um þjónustu, þjónustugæði og mismunandi menningarheima.

Öll myndböndin á einum stað


Aukin upplýsingagjöf - Safe Travel

Safe Travel hefur látið útbúa námskeið á íslensku í 7 hlutum sem taka á ýmsum þáttum er lúta að upplýsingagjöf til ferðafólks. Jónas Guðmundsson er verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fer hann í myndböndunum yfir atriði sem m.a. lúta að akstri, útivist, öryggisbúnaði, ferðaáætlunum, veðri og færð o.fl. 

 

 


Athugasemdir