Fara í efni

Stuðlað að samræmdri upplýsingagjöf

Líkt og fram hefur komið þá hefur Viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila verið virkjuð vegna stöðunnar á Reykjanesi. Viðbragðsáætlunin miðar að því að tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Upplýsingasíða á visiticeland.com

Ferðaþjónustuaðilar hafa eflaust orðið varir við að Ferðamálastofa hefur síðustu daga sent út texta á ensku og aðilar í ferðaþjónustu geta nýtt til að senda á viðskiptavini sína til upplýsinga. Íslandsstofa útbjó textann og er hann einnig að finna á Visit Iceland síðunni þar sem honum verður haldið uppfærðum eftir því sem á líður. Þar er síðan vísað áfram inn á aðra vef þar sem ferðafólk getur sótt sér upplýsingar, s.s. visitreykjanes.is, Veðurstofuna, Safe Travel og Almananvarnir. Slóðin er:

https://www.visiticeland.com/article/seismic-activity-on-reykjanes-peninsula-increasing-again

Með þessu er verið að stuðla að samræmdri upplýsingaggjöf og  gefa fyrirtækjum aðgang að einföldum upplýsingum um stöðuna til þess að miðla áfram fyrir þá sem þurfa á því að halda. Upplýsingarnar byggja á mati vísindamanna Veðurstofunnar hverju sinni. Lykilatriði skilaboðanna eru að:

  • Um er að ræða staðbundnar jarðhræringar
  • Ekki er eldgos í gangi á íslandi
  • Ólíktlegt er að gos, ef af yrði, myndi hafa áhrif á flug
  • Ísland er vant og vel í stakk búið til að takast á við atburði sem þessa