Stofnfundur samtaka um fuglaskoðun

Stofnfundur samtaka um fuglaskoðun
Fugl - Kría

Miðvikudaginn 20. maí næstkomandi verður haldinn stofnfundur samtaka um fuglaskoðun. Einnig er komin út samantekt sem Ráðgjöf Ferðaþjónustunnar (RRF) hafa nýlokið vinnu við fyrir Útflutningsráð og Ferðamálastofu varðandi fuglaskoðun erlendra og innlendra ferðamanna á Íslandi.

Útflutningsráð hefur ásamt samstarfsaðilum unnið að undirbúningi við að skoða tækifæri til aukinnar markaðssóknar á fuglaskoðun í ferðaþjónustu á Íslandi. Í upphafi árs var haldinn sameiginlegur opinn fundur þar sem samþykkt var að stofnuð yrðu samtök aðila sem myndu bjóða upp á þjónustu við þennan ákveðna markhóp. Einnig var ákveðið að vinna þyrfti frekari greiningarvinnu og er nú hringferð í kringum landið lokið þar sem fimm staðir voru heimsóttir. Ljóst er að mikill áhugi er á uppbyggingu þjónustu við fuglaskoðun, segir í frétt frá Útflutningsráði.

Skráning á stofnfund
Stofnfundur samtakanna verður haldinn miðvikudaginn 20. maí, kl. 13.00-15.00 á Hilton Hótel Nordica. Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000, einnig hægt að skrá sig á vef Útflutningsráðs.

Samantekt um fuglaskoðun ferðamanna
Þá er einnig komin út samantekt sem Rannsóknir og Ráðgjöf Ferðaþjónustunnar (RRF) hafa nýlokið vinnu við fyrir Útflutningsráð og Ferðamálastofu varðandi fuglaskoðun erlendra og innlendra ferðamanna á Íslandi. Stuðst var við ýmsar kannanir sem RRF hefur gert á síðustu 13 árum, þ.e. frá 1996 til 2008. Skoða Samantekt um fuglaskoðun ferðamanna


Athugasemdir