Fara í efni

Stofnfundur klasa um hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi

Stofnfundur klasa um hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi

Fimmtudaginn 27. febrúar næstkomandi mun vera haldinn á Selfossi stofnfundur klasa um hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi.

Ætlunin er að ná saman þeim aðilum sem áhuga hafa á að koma að uppbyggingu á þessu sviði, bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Einnig mun Björn Jóhannsson, umhverfisstjóiri Ferðamálastofu, flytja kynningu á fyrirhugaðri tengingu Íslands við EuroVelo.

Fundurinn verður haldinn í Fjölheimum á Selfossi kl 13, fimmtudaginn 27. febrúar 2014.

Ef af einhverjum ástæðum þið sjáið ykkur ekki fært að koma á Selfoss, þá verður mögulegt að tengjast fundinum í fjarfundarbúnað.

Nánari upplýsingar má fá hjá starfsmanni verkefnisins, Sigrúnu Kapitolu í síma 8617873 eða á bike@sudurland.is