Stefnumótun í ferðaþjónustu 2010

Stefnumótun í ferðaþjónustu 2010
Strönd

Stefnumótun í ferðamálum á Íslandi var síðast unnin á árunum 2004-2005 og gilti fyrir árin 2006-2015 og er því enn í gildi. Í ljósi breyttrar stöðu taldi Iðnaðarráðherra mikilvægt að endurskoða stefnuna á árinu 2010. Hún var síðast endurskoðuð árið 2007.

Stýrihópur var skipaður í apríl 2010 og stefnt er að því að hann ljúki störfum í nóvember 2010. Ferðamálaráð er bakland stýrihópsins en gert er ráð fyrir víðtæku samráði við hagsmunaaðila.

Stýrihópinn skipa:
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, formaður stýrihópsins
Svanhildur Konráðsdóttir, formaður Ferðamálaráðs
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF
Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri Iðnaðarráðuneyti

Starfsmaður stýrihópsins er Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Upplýsingaöflun og vefsíða
Upplýsingaöflun og samráð vegna stefnumótunar í ferðaþjónustu er að hefjast. Upplýsingum verður aflað með viðtölum við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og greinum sem tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt. Þá hefur verið opnuð vefsíða vegna verkefnisins og er slóðin á hana http://stefna.wordpress.com


Athugasemdir